Sagðist hafa stolið milljarði dala

Stein Bagger á blaðamannafundi á Ítalíu í sumar.
Stein Bagger á blaðamannafundi á Ítalíu í sumar. AP

„Ég er eft­ir­lýst­ur í Dan­mörku vegna þess að ég hef stolið millj­arði dala." Þetta hef­ur lög­reglu­for­ingi í Los Ang­eles eft­ir danska kaup­sýslu­mann­in­um Stein Bag­ger, sem á laug­ar­dags­kvöld kom inn á lög­reglu­stöð í borg­inni og gaf sig fram.

Danska Ekstra-Bla­det rædd við Paul Vernon, yf­ir­lög­regluþjón á stöðinni þar sem Bag­ger gaf sig fram. Í Dan­mörku er talið, að Bag­ger hafi dregið sér rúm­an millj­arð danskra króna úr rekstri fyr­ir­tæk­is­ins IT Factory  með skjalafalsi af ýmsu tagi en Vernon full­yrðir að Bag­ger hafi talað um millj­arð dala, sem jafn­gild­ir um 5,5 millj­örðum danskra króna.

Bag­ger lét sig hverfa þar sem hann var á ferðalagi ásamt konu sinni í Dubai fyr­ir 10 dög­um. Þaðan virðist hann hafa flogið til New York þar sem hann fékk lánaðan bíl og ók síðan 4000 km vega­lengd þvert yfir Banda­rík­in til Los Ang­eles. Þar gekk hann inn í niður­nídda lög­reglu­stöð í miðborg­inni og gaf sig fram. 

„Við köll­um stöðina sjálf­ir Rennu­steins­stöðina," seg­ir Vernon við Ekstra-Bla­det. „Hingað koma marg­ir, sem ekki eru heil­ir á geði og vilja að við hand­tök­um þá fyr­ir allt mögu­legt. Þess vegna trúðum við hon­um ekki strax," seg­ir hann. 

Full­yrt hef­ur verið að lýst hafi verið eft­ir Bag­ger um all­an heim en lög­regl­an í Rennu­steins­stöðinni fann hins veg­ar ekk­ert um Bag­ger þegar nafn hans var sett inn í gagna­banka alþjóðalög­regl­unn­ar In­terpol.  Bag­ger gafst þó ekki upp og sagði lög­regl­unni að „gúgla" nafn sitt. Þá gaf á að líta.

„Jú, þeir urðu víst op­in­mynnt­ir. Þar var mik­ill fjöldi greina, einnig á ensku, um svika­myllu hans og um að hann væri eft­ir­lýst­ur," seg­ir lög­reglu­for­ing­inn.

Ekki er vitað hvenær Bag­ger verður fram­seld­ur til Dan­merk­ur þar sem þjóðin bíður svara við fjölda spurn­inga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka