Bagger játar og játar

Stein Bagger.
Stein Bagger.

Danski kaup­sýslumaður­inn Stein Bag­ger hef­ur játað hvert af­brotið á fæt­ur öðru fyr­ir dóm­ara í dag en hann var leidd­ur fyr­ir dóm­ara vegna kröfu um gæslu­v­arðhald yfir hon­um. Þykja játn­ing­ar hans sögu­leg­ar þar sem menn geta, sam­kvæmt dönsk­um lög­um, ekki dregið til baka játn­ing­ar fyr­ir dóm­ara. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins hef­ur yf­ir­heyrsl­an yfir Bag­ger staðið klukku­stund­um sam­an en Bag­ger er sagður hafa svikið hundruð millj­óna danskra króna út úr fyr­ir­tæki sínu IT Factory.

Að sögn danskra fjöl­miðla lenti Bag­ger á Kast­rup klukk­an 7:32 að ís­lensk­um tíma en hann kom þangað í lög­reglu­fylgd með flug­vél Delta Air­lines frá Los ang­eles í Banda­ríkj­un­um.

Bag­ger hvarf frá Dubai í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um fyr­ir tæp­um þrem­ur vik­um. Hann virðist hafa farið þaðan til New York, ekið þvert yfir Banda­rík­in til Los Ang­eles og gefið sig þar fram á lög­reglu­stöð í miðborg­inni. Hann var í kjöl­farið fram­seld­ur til Dan­merk­ur. 

Margt er enn á huldu um ástæður þess að Bag­ger lét greip­ar sópa um fé fyr­ir­tæk­is­ins IT Factory og sat löng­um stund­um við að falsa pant­an­ir og vörunót­ur. Hann hef­ur sjálf­ur sagt að hann hafi verið beitt­ur hót­un­um en ljóst er að hluti af fénu, sem hann sveik út, hef­ur farið til einka­neyslu hans og fjár­fest­inga. 

Danska blaðið Berl­ingske velti því fyr­ir sér um helg­ina, í ljósi tengsla Bag­gers við sam­tök­in Vít­isengla, hvort IT Factory hefði verið notað til að þvætta fíkni­efna­pen­inga fyr­ir glæpa­sam­tök. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert