Bhutto á pening

Í lok september er eins árs ártíð Benazir Bhutto.
Í lok september er eins árs ártíð Benazir Bhutto. Reuters

Í  Pakistan verður gefin út ný 10 rúpía mynt með mynd af Benazir Bhutto í tilefni árs ártíðar hennar. Hún lést í sjálfsmorðsárás fyrir réttu ári.

Ríkisbanki Pakistan ætlar að gefa út 300.000 minningarmyntir með mynd af Bhutto ásamt orðunum „Dóttir austursins - háttvirt  Benazir Bhutto“ á úrdú.

Bhutto var myrt í sjálfsmorðsárás í borginni  Rawalpindi 27. desember í fyrra einungis tveimur mánuðum eftir að hún komst lífs af úr annarri árás. Ríkisstjórnin hefur einnig gefið alþjóðaflugvellinum í  Islamabad  nafn hennar og jafnframt aðalvegi og sjúkrahúsi í  Rawalpindi.

Asif Ali Zardari, eiginmaður hennar, tók við embætti forseta Pakistan í september af Pervez Musharraf sem lét af embætti eftir að pakistanska þingið hótaði honum ákæru fyrir að hafa breytt gegn stjórnarskránni.

Zardari tók við formennsku í flokk  Bhutto, Þjóðarflokknum, en sá flokkur sópaði til sín fylgi í kosningum sem fram fóru í febrúar. Þeim hafði áður verið frestað vegna morðsins á Bhutto.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert