Lífsbaráttan er hörð hjá ýmsum íbúum Sichuan héraðs í Kína sjö mánuðum eftir að jarðskjálfti sem mældist 7,8 á Richter reið yfir héraðið. Að minnsta kosti 80 þúsund manns létust í skjálftanum. Fleiri milljónir misstu heimili sín í skjálftanum og eru margir þeirra enn heimilislausir, nú þegar veturinn er genginn í garð.