Flugvél frá US Airways hrapaði í Hudsonfljót í New York. Björgunarbátar eru lagðir af stað til að koma farþegunum til bjargar, sem sjást standa á vængjum vélarinnar og bíða eftir aðstoð.
Fram kemur á CNN að 135 farþegar hafi verið í vélinni, sem fljúga átti frá LaGuardia flugvelli í New York til Charlotte, í Norður-Karólínu.
Ekki liggur fyrir hvers vegna vélin hafnaði í ánni, en grunur leikur á að hún hafi flogið inn í fuglahóp.
Þá er ekki vitað á þessari stundu hvort einhverjir hafi slasast eða látist.