Tafir á nýju upplýsingakerfi Schengen

Alls eru 24 ríki í Schengen-samstarfinu
Alls eru 24 ríki í Schengen-samstarfinu Reuters

Innanríkisráðherra Evrópusambandsins ræða í dag nýja áætlun vegna Schengen landamæraeftirlitsins. Miklar tafir hafa orðið á því að nýtt upplýsingakerfi Schengen, System II, yrði tekið í notkun en upphaflega stóð til að það yrði sett upp árið 2007. Enn bólar ekkert á kerfinu sem heldur utan um landamæravörslu á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Alls eru 24 ríki þátttakendur í Schengen, þar á meðal Ísland.

Ástæður fyrir seinkunum á því að kerfið verði tekið í notkun eru tæknilegar og lagalegar. Er talið að tafirnar geti valdi vandræðum er Búlgaría og Rúmenía verða aðilar að Schengen. 

Er gert ráð fyrir því að ráðherrarnir komist að samkomulagi um hvenær kerfið verður tekið í notkun en allt bendir til þess að það verði ekki fyrr en í september.

Schengen-samstarfið hófst árið 1985 með það markmið að fella niður eftirlit með ferðum manna yfir sameiginleg landamæri Benelúxlandanna, auk Frakklands og Þýskalands. Kjarninn í samstarfinu er annars vegar að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri samstarfsríkjanna og hins vegar að styrkja baráttuna gegn alþjóðlegri brotastarfsemi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka