Tyrkir ræða við yfirmenn ESB um mögulega aðild

Forsætisráðherra Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan.
Forsætisráðherra Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan. Reuters

Forsætisráðherra Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, fer á sunnudag í þriggja daga heimsókn til Brussel þar sem hann mun ræða við yfirmenn Evrópusambandsins um beiðni Tyrkja um inngöngu í ESB.

Erdogan mun eiga fund með forseta framkvæmdastjórnar ESB, Jose Manuel Barroso, yfirmann utanríkismála, Javier Solana, forseta Evrópuþingsins, Hans-Gert Pottering og leiðtoga stjórnmálaflokka á þinginu.

Auk þess að ræða um mögulega aðild Tyrkja verða innanríkismál Tyrklands einnig rædd. Í síðustu viku var Egemen Bagis, skipaður aðalsamningamaður Tyrkja og mun hann stýra viðræðum við ESB. Aðildarviðræður Tyrklands hófust í október 2005.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert