Kirill, erkibiskup í Smolensk og Kaliningrad, var í kvöld kjörinn pataríarki í Rússlandi - æðsti yfirmaður rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Hann hlaut 508 af 700 atkvæðum.
Kirill, sem er 62 ára, hefur sinnt starfi patríarka síðan Alexy II lést 5. desember. Hann er talinn hlynntur því að sækjast eftir auknu sjálfstæði frá ríkinu og ná sögulegum sáttum við Vatíkanið.