Reynt að myrða danskan vítisengil

Brian Sandberg var um tíma lífvörður Stein Bagger, sem sést …
Brian Sandberg var um tíma lífvörður Stein Bagger, sem sést á meðfylgjandi mynd.

Reynt var að ráða Bri­an Sand­berg, einn af for­víg­is­mönn­um vít­isengla í Dan­mörku af dög­um í dag. Skotið var á Sand­berg þar sem hann sat á kaffi­húsi í miðborg Kaup­manna­hafn­ar. Sand­berg var flutt­ur á sjúkra­hús en reynd­ist ekki al­var­lega sár og er nú í yf­ir­heyrslu á lög­reglu­stöð. Leitað er tveggja manna í tengsl­um við skotárás­ina.

Að sögn lög­reglu lenti ekk­ert skot í Sand­berg en hann skarst af stein­flís­um sem lentu í hon­um. 

Sand­berg er þekkt­ur í und­ir­heim­um Dan­merk­ur. Hann komst í frétt­ir ný­lega þegar upp­lýst var, að hann hafði verið launaður líf­vörður danska kaup­sýslu­manns­ins Stein Bag­ger, sem varð upp­vís af því að hafa svikið hundruð millj­óna króna út úr fyr­ir­tæk­ini IT Factory, sem hann stýrði. Bag­ger sit­ur nú í gæslu­v­arðhaldi.

Fyrr í dag yf­ir­heyrði danska efna­hags­brota­lög­regl­an Sand­berg um tengsl hans við Bag­ger. Þaðan ók Sand­berg til í höfuðstöðvar Vít­isengla og síðan á kaffi­húsið Joe & The Juice í miðborg­inni. Þar sat hann að snæðingi ásamt öðrum fé­laga í Vít­isengl­um þegar skotið var á þá gegn­um glugga. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka