Krókódílar svamla um í Queensland

Þessi föngulegi krókódíll býr í Adelaide-á um 60 km suðaustur …
Þessi föngulegi krókódíll býr í Adelaide-á um 60 km suðaustur af Darwin í Ástralíu. AP

Mikið flóð hefur gert á norðurhluta Ástralíu og hafa íbúarnir verið varaðir við því að bæði stórir krókódílar og snákar geti verið á ferli. A.m.k. þrír hafa greint frá því að stór krókódíll hafi sést skammt frá Normanton í Queensland.

Að sögn yfirvalda hafa flóðin flutt dýrin til byggða úr ám og vötnum.

Neyðarástand ríkir víða í Queensland. Um 17 ár hafa flætt yfir bakka sína og fjöldi heimila hafa farið undir vatn. Sömu sögu er að segja um fjölmarga vegi.

Enn er varað við veðri á Norður-Queensland. Ráðherra í  Queensland, segir að ástandið sé „eins og að hella vatni yfir rennblautt handklæði“. Hann segir að ríkið þoli ekki mikið meira.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka