Gæsluvarðhald Baggers framlengt

Stein Bagger.
Stein Bagger. AP

Héraðsdómur í Lyngby í Danmörku framlengdi í dag um mánuð gæsluvarðhald yfir Stein Bagger, fyrrum forstjóra upplýsingatæknifyrirtækisins IT Factory, en Bagger er talinn hafa dregið sér stórfé meðan hann starfaði hjá fyrirtækinu. Rannsókn málsins vindur stöðugt upp á sig og hefur sænskur vinur Baggers verið handtekinn.

Michael Ljungmann, sænskur vinur Baggers, hefur verið ákærður fyrir aðild að fjársvikum en Ljungmann er talinn hafa aðstoðar Bagger við að flýja frá Dubai til Bandaríkjanna í desember á síðasta ári. 

Að sögn danskra fjölmiðla hefur Ljungmann verið dæmdur fyrir skattsvik í Svíþjóð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka