Gæsluvarðhald Baggers framlengt

Stein Bagger.
Stein Bagger. AP

Héraðsdóm­ur í Lyng­by í Dan­mörku fram­lengdi í dag um mánuð gæslu­v­arðhald yfir Stein Bag­ger, fyrr­um for­stjóra upp­lýs­inga­tæknifyr­ir­tæk­is­ins IT Factory, en Bag­ger er tal­inn hafa dregið sér stór­fé meðan hann starfaði hjá fyr­ir­tæk­inu. Rann­sókn máls­ins vind­ur stöðugt upp á sig og hef­ur sænsk­ur vin­ur Bag­gers verið hand­tek­inn.

Michael Lj­ung­mann, sænsk­ur vin­ur Bag­gers, hef­ur verið ákærður fyr­ir aðild að fjár­svik­um en Lj­ung­mann er tal­inn hafa aðstoðar Bag­ger við að flýja frá Dubai til Banda­ríkj­anna í des­em­ber á síðasta ári. 

Að sögn danskra fjöl­miðla hef­ur Lj­ung­mann verið dæmd­ur fyr­ir skattsvik í Svíþjóð. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert