Gæsluvarðhald framlengt yfir Bagger

Stein Bagger.
Stein Bagger. Reuters

Héraðsdómur í Lyngby í Danmörku framlendi í dag gæsluvarðhald yfir kaupsýslumanninum Stein Bagger um 3 vikur til 27. mars á þeirri forsendu, að Bagger gæti haft áhrif á rannsókn málsins gegn honum, gangi hann laus.

Bagger varð uppvís að því að hafa svikið milljarða króna út úr fyrirtækinu IT Factory, sem hann stýrði. Hann reyndi að flýja land en var handtekinn í Bandaríkjunum.

Að sögn Berlingske Tidende leikur grunur á að Bagger hafi komið fé fyrirí breskum banka og það sé helsta ástæða þess að farið er fram á lengra gæsluvarðhald. Einnig taldi lögregla, að það myndi misbjóða réttætiskennd almennings ef Bagger yrði látinn laus. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert