Gæsluvarðhald framlengt yfir Bagger

Stein Bagger.
Stein Bagger. Reuters

Héraðsdóm­ur í Lyng­by í Dan­mörku fram­lendi í dag gæslu­v­arðhald yfir kaup­sýslu­mann­in­um Stein Bag­ger um 3 vik­ur til 27. mars á þeirri for­sendu, að Bag­ger gæti haft áhrif á rann­sókn máls­ins gegn hon­um, gangi hann laus.

Bag­ger varð upp­vís að því að hafa svikið millj­arða króna út úr fyr­ir­tæk­inu IT Factory, sem hann stýrði. Hann reyndi að flýja land en var hand­tek­inn í Banda­ríkj­un­um.

Að sögn Berl­ingske Tidende leik­ur grun­ur á að Bag­ger hafi komið fé fyrirí bresk­um banka og það sé helsta ástæða þess að farið er fram á lengra gæslu­v­arðhald. Einnig taldi lög­regla, að það myndi mis­bjóða rét­tætis­kennd al­menn­ings ef Bag­ger yrði lát­inn laus. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert