Josef Fritzl mættur fyrir rétt

Josef Fritzl mættir fyrir rétt í morgun
Josef Fritzl mættir fyrir rétt í morgun Reuters

Hinn austurríski Josef Fritzl, sem handtekinn var á síðasta ári eftir að upp komst að hann héldi dóttur sinni fanginni í kjallara húss síns í bænum Amstetten, mætti fyrir rétt í dag.Fritzl, sem ákærður er fyrir sifjaspell, nauðgun og morð, var klæddur í grá jakkaföt og faldi andlit sitt í höndum sér, þegar hann gekk inn í dómshúsið.

Málið kom upp í apríl 2008, þegar Elisabeth Fritzl náði að sleppa úr kjallaranum á heimili foreldra sinna og tilkynna lögreglu að henni hefði verið haldið fanginn í kjallaranum í 24 ár. Hún var þá 42 ára gömul, en Josef faðir hennar 73 ára. Hann er talinn hafa getið henni sjö börn.

Josef Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í bænum Amstetten í …
Josef Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í bænum Amstetten í 24 ár. Reuters
Josef Fritzl
Josef Fritzl Ho
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert