Elisabeth Fritzl í réttarsalnum

Josef Fritzl við réttarhöldin yfir honum í Sankt Poelten í …
Josef Fritzl við réttarhöldin yfir honum í Sankt Poelten í gær. Reuters

 Samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar var Elisabeth Fritzl viðstödd réttarhöldin yfir föður sínum Josef Fritzl. Fritzl játaði fyrr í dag á sig morð og þrælahald en áður hafði hann játað á sig nauðgun, sifjaspell, alvarlegar árásir og frelsissviptingu. 

Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í gluggalausu jarðhýsi í 24 ár og gat henni sjö börn á þeim tíma. Eitt barnann lést skömmu eftir fæðingu og er morðákæra á hendur Fritzl tengd því að hann hafi ekki útvegað því nauðsynlega læknishjálp.

Sankt Poelten

Greint hefur verið frá því að Fritzl hafi unnið að gerð jarðhýsisins mánuðum saman áður en hann lokkaði dóttur sína þangað niður og læsti hana inni með flóknum læsingarbúnaði. 

Einnig hefur verið greint frá því að hann hafi hótað að myrða dótttur sína og börn hennar með því að dæla gasi inn í kjallarann þar sem hann hélt þeim ef þau reyndu að flýja þaðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert