Elisabeth Fritzl í réttarsalnum

Josef Fritzl við réttarhöldin yfir honum í Sankt Poelten í …
Josef Fritzl við réttarhöldin yfir honum í Sankt Poelten í gær. Reuters

 Sam­kvæmt heim­ild­um Sky frétta­stof­unn­ar var Elisa­beth Fritzl viðstödd rétt­ar­höld­in yfir föður sín­um Jos­ef Fritzl. Fritzl játaði fyrr í dag á sig morð og þræla­hald en áður hafði hann játað á sig nauðgun, sifja­spell, al­var­leg­ar árás­ir og frels­is­svipt­ingu. 

Fritzl hélt dótt­ur sinni fang­inni í glugga­lausu jarðhýsi í 24 ár og gat henni sjö börn á þeim tíma. Eitt barn­ann lést skömmu eft­ir fæðingu og er morðákæra á hend­ur Fritzl tengd því að hann hafi ekki út­vegað því nauðsyn­lega lækn­is­hjálp.

Sankt Poelten

Greint hef­ur verið frá því að Fritzl hafi unnið að gerð jarðhýs­is­ins mánuðum sam­an áður en hann lokkaði dótt­ur sína þangað niður og læsti hana inni með flókn­um læs­ing­ar­búnaði. 

Einnig hef­ur verið greint frá því að hann hafi hótað að myrða dóttt­ur sína og börn henn­ar með því að dæla gasi inn í kjall­ar­ann þar sem hann hélt þeim ef þau reyndu að flýja þaðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka