Bagger ákærður fyrir grófa líkamsárás

Stein Bagger.
Stein Bagger. Reuters

Stöðugt bæt­ist á syndal­ist­ann hjá danska for­stjór­an­um Stein Bag­ger, sem grunaður er um að hafa svikið millj­arða danskra króna út úr fyr­ir­tæk­inu IT Factory, sem hann stýrði. Nú hef­ur lög­regla í Dan­mörku einnig ákært Bag­ger fyr­ir grófa lík­ams­árás á fyrr­um viðskipta­fé­laga sinn.

Tveir menn réðust á All­an Vesterga­ard skammt frá heim­ili hans í nóv­em­ber á síðasta ári. Tveim­ur dög­um síðar fór Bag­ger til Dubai ásamt konu sinni og þaðan flúði hann til Banda­ríkj­anna en gaf sig nokk­ur síðar fram við lög­reglu eft­ir að alþjóðalög­regl­an hafði lýst eft­ir hon­um.

Að sögn danskra fjöl­miðla var það Vesterga­ard sem fyrst fékk grun­semd­ir um að ekki væri allt með felldu í IT Factory. Hann hafði því sam­band við Asger Jens­by, stjórn­ar­formann fyr­ir­tæk­is­ins. Jens­by þekkti þá ekk­ert til Vesterga­ards, sem þó sagðist vera hlut­hafi í fyr­ir­tæk­inu. 

Lög­regla hef­ur enn ekki haft hend­ur í hári mann­anna tveggja, sem réðust á Vesterga­ard. Hún hafa þó fundið ýms­ar vís­bend­ing­ar og von­ar að það leiði hana á sporið. Lög­regl­unni þykir þó ljóst, að árás­in hafi verið gerð að und­ir­lagi Bag­gers. 

Bag­ger kom fyr­ir rétt í Lyng­by í morg­un og viður­kenndi þar, að hafa svikið  831 millj­ón­ir danskra króna út úr  IT Factory, nærri 18 millj­arða ís­lenskra króna. Fram kom einnig, að krafa Danske Bank á þrota­bú IT Factory nem­ur 420 millj­ón­um danskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert