Airbus sendir frá sér leiðbeiningar

Airbus A330-200 þota á flugi
Airbus A330-200 þota á flugi Reuters

Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem flugmenn Airbus A330-200 flugvéla eru minntir á hvað þeim beri að gera þegar hraðamælar flugvélanna bila eða misræmis gætir í mælingum þeirra. Yfirlýsingin er send út í kjölfar þess að Airbus þota Air France flugfélagsins fórst yfir Atlantshafi.

Haft var eftir mönnum, sem vinna að rannsókn flugslyssins í gær, að sjálfvirk boð sem send voru frá flugvélinni skömmu áður en samband við hana rofnaði hafi gefið til kynna að misræmi hafi verið á milli hraðamæla hennar.

Áður hafði getum verið leitt að því í fjölmiðlum að flugmenn vélarinnar hafi flogið á röngum hraða inn í mikil óveðursský.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert