Réttarhöld hafin yfir Bagger

Stein Bagger.
Stein Bagger.

Haf­in eru rétt­ar­höld í Dan­mörku yfir kaup­sýslu­mann­in­um Stein Bag­ger, sem ákærður er fyr­ir stór­felld fjár­svik og skjalafals við rekst­ur fyr­ir­tæk­is­ins IT Factory. Sam­kvæmt ákær­unni dró Bag­ger sér 830 millj­ón­ir danskra króna, jafn­v­irði nærri 20 millj­arða króna.

Rétt­ar­höld­in fara fram í Lyng­by. Að sögn Berl­ingske Tidende virt­ist Bag­ger af­slappaður þegar hann sett­ist í vitna­stúk­una. Alls eru ákæru­atriðin 61  og Bag­ger játaði það fyrsta: að hann hefði falsað und­ir­skrift Asger Jens­bys, stjórn­ar­for­manns IT Factory.

Mál Bag­gers hef­ur vakið mikla at­hygli í Dan­mörku enda er það að mörgu leyti lygi­legt. Svo virðist sem Bag­ger hafi um ára­bil svikið fé út úr fyr­ir­tæk­inu með því að falsa viðskipta­samn­inga. IT Factory var áber­andi fyr­ir­tæki í Dan­mörku en er nú gjaldþrota.   

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert