Réttarhöld hafin yfir Bagger

Stein Bagger.
Stein Bagger.

Hafin eru réttarhöld í Danmörku yfir kaupsýslumanninum Stein Bagger, sem ákærður er fyrir stórfelld fjársvik og skjalafals við rekstur fyrirtækisins IT Factory. Samkvæmt ákærunni dró Bagger sér 830 milljónir danskra króna, jafnvirði nærri 20 milljarða króna.

Réttarhöldin fara fram í Lyngby. Að sögn Berlingske Tidende virtist Bagger afslappaður þegar hann settist í vitnastúkuna. Alls eru ákæruatriðin 61  og Bagger játaði það fyrsta: að hann hefði falsað undirskrift Asger Jensbys, stjórnarformanns IT Factory.

Mál Baggers hefur vakið mikla athygli í Danmörku enda er það að mörgu leyti lygilegt. Svo virðist sem Bagger hafi um árabil svikið fé út úr fyrirtækinu með því að falsa viðskiptasamninga. IT Factory var áberandi fyrirtæki í Danmörku en er nú gjaldþrota.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert