Krefst 8 ára fangelsisdóms yfir Bagger

Stein Bagger.
Stein Bagger.

Danski saksóknarinn Per Justesen krafðist þess í morgun, að athafnamaðurinn Sten Bagger verði dæmdur í 8 ára fangelsi hið minnsta fyrir stórfelld fjársvik og skjalafals. Bagger er ákærður fyrir að hafa svikið nærri milljarð danskra króna út úr fyrirtækinu IT Factory, sem hann stýrði.

Fallist dómstóll í Lyngby á kröfu saksóknarans yrði það þyngsti dómur, sem kveðinn hefur verið upp í efnahagsbrotamáli í Danmörku.  

Justesen sagði, þegar hann flutti mál sitt fyrir dómstólnum í morgun, að um væri að ræða skipulögð fjársvik þar sem fleiri en Bagger hefðu átt í hlut. Bagger hefði skipulagt fjárdrátt og skjalafals sem náðu sögulegum hæðum.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert