Krefst 8 ára fangelsisdóms yfir Bagger

Stein Bagger.
Stein Bagger.

Danski sak­sókn­ar­inn Per Ju­stesen krafðist þess í morg­un, að at­hafnamaður­inn Sten Bag­ger verði dæmd­ur í 8 ára fang­elsi hið minnsta fyr­ir stór­felld fjár­svik og skjalafals. Bag­ger er ákærður fyr­ir að hafa svikið nærri millj­arð danskra króna út úr fyr­ir­tæk­inu IT Factory, sem hann stýrði.

Fall­ist dóm­stóll í Lyng­by á kröfu sak­sókn­ar­ans yrði það þyngsti dóm­ur, sem kveðinn hef­ur verið upp í efna­hags­brota­máli í Dan­mörku.  

Ju­stesen sagði, þegar hann flutti mál sitt fyr­ir dóm­stóln­um í morg­un, að um væri að ræða skipu­lögð fjár­svik þar sem fleiri en Bag­ger hefðu átt í hlut. Bag­ger hefði skipu­lagt fjár­drátt og skjalafals sem náðu sögu­leg­um hæðum.   

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert