Fyrrum gíslar eiga erfitt uppdráttar

Jaycee Lee Dugard var ellefu ára er hún var svipt …
Jaycee Lee Dugard var ellefu ára er hún var svipt frelsinu Reuters

46% fórnarlamba mannræningja þjást af áfallastreitu eftir að þeim er sleppt úr haldi, samkvæmt rannsókn sem gerð var á 24 fórnarlömbum mannræningja á Ítalíu. Þá þjást 38% af þunglyndi og tveir af hverjum þremur af svefntruflunum og martröðum. Þetta kemur fram á fréttavef Berlingske Tidende. 

Þátttakendur í rannsókninni höfðu að meðaltali verði 99 daga í gíslingu.

Mikið er nú rætt um mál bandarísku stúlkunnar Jaycee Lee Dugard í fjölmiðlum víða um heim en henni var rænt er hún var ellefu ára og henni haldið í skítugum bakgarði í átján ár þar sem hún fæddi ræningja sínum tvö börn.

Dugard er sögð haldin alvarlegum einkennum Stokkhólms-heilkennisins líkt og austurríska stúlkan Natascha Kampusch, sem haldið var að mestu í kjallara í átta og hálft ár. Hún greindi nýlega frá því að lífið væri henni erfitt eftir aðhún slapp úr haldi ræningja síns og að hún hefði sterka tilhneigingu til að einangra sig.

Samkvæmt heimildum fjölmiðla á það sama við um hins austurrísku Elisabeth Fritzl sem var í haldi föður sína í rúm tuttugu ár og fæddi honum sex börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert