Garrido saknar barna Dugard

Nancy Garrido með lögfræðingi sínum Gilbert Maines er hún kom …
Nancy Garrido með lögfræðingi sínum Gilbert Maines er hún kom fyrir dómara í Placerville í Kaliforníu í síðustu viku. Reuters

Lögmaður Nancy Garrido, greindi frá því í þættinum "The Early Show” á bandarísku CBS sjónvarpsstöðinni í morgun að hún sakni barna Jaycee Lee Dugard og eiginmanns síns Phillip Garrido.

Þá sagði hann Nancy líta á Dugard og börn hennar sem fjölskyldu sína en  Garrido hjónin eru talin hafa rænt Dugard er hún var ellefu ára gömul og haldið henni fanginni á heimili sínu í átján ár. Á þeim tíma fæddi hún Phillip tvær dætur sem nú eru ellefu og fimmtán ára gamlar.

Lögmaðurinn kom einnig fram í viðtölum á ABC og NBCsjónvarpsstöðvunum og sagði þar m.a. að hún elski börnin, Starlet fimmtán ára og angel ellefu ára. Þá sagði hann að hún hafi verið hrædd og ringluð er hann hitti hann fyrst en að hún hafi þó gert sér grein fyrir því hvers vegna hún hafi verið handtekin.

Nancy kynntist og giftist Phillip Garrido er þau voru bæði í fangelsi en hann afplánaði þá dóm vegna nauðgunar. Svo virðist sem hún hafi ein gætt Jaycee er hann aflánaði sex vikna dóm vegna skilorðsbrots nokkru eftir að hjónin rændu Jaycee.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka