Efri deild þýska þingsins, Bundesrat, samþykkti í dag lög sem heimila staðfestingu Lissabon-sáttmálann. Heitar umræður og þæfingar hafa staðið um málið mánuðum saman. Nú vantar aðeins að Horst Köhler forseti staðfesti lögin með undirskrift sinni.
Þegar Þjóðverjar hafa samþykkt Lissabon-samkomulagið beinast allra sjónir að Írum. Þeir munu ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu 2. október næstkomandi í annað sinn um sáttmálann. Írar höfnuðu Lissabon-sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra.