Svínaflensa stórgróðafyrirtæki

Bólusett gegn svínaflensunni.
Bólusett gegn svínaflensunni. Ómar Óskarsson

Svínainflúensan hefur haft í för með sér mikinn hagnað fyrir lyfjafyrirtæki sem framleiða bóluefni og lyf, að sögn Jyllandsposten. Margir af ráðgjöfum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, sem ráðlagði almenna bólusetningu, eru á launaskrá hjá risafyrirtækjum eins og GlaxoSmithCline og Novartis.


JP Morgan bankinn bandaríski telur að lyfjafyrirtæki muni fá pantanir upp á bóluefni fyrir sem svarar um 1400 milljörðum íslenskra króna á árinu, að sögn blaðsins. 

 Tom Jefferson, prófessor í faraldsfræði við Cochrane Center í Róm, segir það mikið vandamál að margir af ráðgjöfunum taki ekki fram að þeir séu á launum hjá lyfjarisinum en noti aðra titla. Ríkisstjórn Hollands hefur verið verið kölluð á bráðafund til að ræða mál dr. Albert Ostenhaus en fram kom í grein í tímaritinu Science að hann hefði fjárhagslegara hagsmuna að gæta í sambandi við bólusetninguna. Hann ráðlagði eindregið bólusetningu og gengur undir nafninu Dr. Flensa í heimalandi sínu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert