Heiðarlegur leigubílstjóri skilaði milljónum

Leigubílar í New York.
Leigubílar í New York. Reuters

Leigu­bíl­stjóri frá Bangla­dess, sem ekur um göt­ur New York borg­ar, lagði mikið á sig til að finna farþega sem gleymdi mörg þúsund döl­um í aft­ur­sæti leigu­bif­reiðar­inn­ar.

Lækna­nem­inn Muk­ul Asadujjam­an fann heim­il­is­fang með pen­ing­un­um og ók um 80 km langa leið til að skila fénu. Eng­inn var hins veg­ar heima og því skildi Asadujjam­an eft­ir síma­núm­er á staðnum. Fram kem­ur á frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins að ít­ölsk amma hafi átt féð, en hún var í heim­sókn í Banda­ríkj­un­um.

Sím­inn hringdi skömmu síðar og hann sneri við með pen­ing­ana.

Asadujjam­an var heitið fund­ar­laun­um sem hann hafnaði. Hann seg­ist vera strang­trúaður mús­lími og geti af þeim sök­um ekki tekið við verðlaun­un­um.

Gamla kon­an, Felicia Lettieri frá Pom­pei á Ítal­íu, hafði ásamt fjöl­skyldu sinni tekið tvo leigu­bíla á jóla­dag. Hin 72 ára gamla Lettieri gleymdi vesk­inu hins veg­ar í bíln­um, en í því voru 21.000 dal­ir (um 2,6 millj­ón­ir kr.), dýr­ir skart­grip­ir og vega­bréf.

Stóra syst­ir Felicu, Francesca Lettieri sem býr á Long Is­land, seg­ir að leigu­bíl­stjór­inn hafi al­gjör­lega bjargað fríi fjöl­skyld­unn­ar.

Asadujjam­an sagði í viðtali við dag­blað að þrátt fyr­ir að hann væri fá­tæk­ur þá væri hann einnig heiðarleg­ur. „I'm nee­dy, but I'm not gree­dy,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert