Bandaríkjamaður var með upptökuvél í gangi þegar þegar stóri jarðskjálftinn, sem mældist sjö á Richter, reið yfir Port-au-Prince, höfuðborg Haítí í síðustu viku.
Rick Hursh var staddur á heimili fyrir munaðarlaus börn, sem hann átti þátt í því að byggja, þegar hamfarirnar gengu yfir. Hann var að mynda son sinn leika við börn þegar allt byrjaði að skjálfa.
Mönnunum tókst að koma börnunum út úr húsinu, sem hrundi ekki í skjálftanum. Tuttugu stúlkur voru á heimilinu og sluppu þær allar ómeiddar.