Færri Norðmenn vilja í ESB

Fylgjendum ESB-aðildar fækkar í Noregi samkvæmt nýrri könnun. Myndin er …
Fylgjendum ESB-aðildar fækkar í Noregi samkvæmt nýrri könnun. Myndin er frá Osló. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ein­ung­is þriðjung­ur Norðmanna vill að landið gangi í Evr­ópu­sam­bandið (ESB), sam­kvæmt nýbirtri könn­un Nati­on­en. Stuðning­ur við norsku Evr­ópu­hreyf­ing­una, sem vill að landið gangi í ESB, var um tíma í kring­um 40% en er nú orðinn sá sami og fyr­ir ári síðan eða 33%. 

Paal Fris­vold tók við for­mennsku í norsku Evr­ópu­hreyf­ing­unni í júní í fyrra. Eft­ir það jókst fylgi við hreyf­ing­una. Niðurstaða skoðana­könn­un­ar­inn­ar nú sýn­ir minnsta fylgi við aðild Nor­egs að ESB í eitt ár. 

Hem­ing Olaus­sen,  formaður hreyf­ing­ar­inn­ar Nei til EU sem er and­víg ESB aðild, fagn­ar niður­stöðunum. Hann er viss um að í næsta mánuði geti hann haldið upp á sam­fellt fimm ára skeið þegar meiri­hluti þjóðar­inn­ar hef­ur verið and­víg­ur ESB aðild. 

Hann er viss um hvað veld­ur því að 53,4% norsku þjóðar­inn­ar eru and­víg aðild. Hann seg­ir að fólk fylg­ist með þróun mála í ESB. Ringul­reið sé nú í kring­um evr­una og svo virðist sem skýra for­ystu vanti í sam­band­inu. 

Olaus­sen tel­ur að aðild að ESB myndi fylgja aukið at­vinnu­leysi, niður­skurður eft­ir­launa og launa, minnk­un rétt­inda og inn­grip í sjálf­stæði Nor­egs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka