Tyrkneski sendiherrann kallaður heim frá Svíþjóð

Fáni Tyrklands.
Fáni Tyrklands. AP

Tyrkir hafa kallað sendiherra sinn í Svíþjóð heim. Þeir eru æfir eftir að sænska þingið samþykkti í dag þingsályktun þar sem viðurkennt er að framið hafi verið þjóðarmorð á Armenum og öðrum minnihlutahópum árið 1915 í Tyrklandi þegar ríki Ottómana var að líða undir lok.

Diplómatísk krísa virðist því í uppsiglingu milli Svía og Tyrkja en einnig hefur Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrkja ákveðið að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn sinni til Svíþjóðar.

Sjá frétt um þingályktun Ríkisdagsins hér 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert