Tyrkir hafa kallað sendiherra sinn í Svíþjóð heim. Þeir eru æfir eftir að sænska þingið samþykkti í dag þingsályktun þar sem viðurkennt er að framið hafi verið þjóðarmorð á Armenum og öðrum minnihlutahópum árið 1915 í Tyrklandi þegar ríki Ottómana var að líða undir lok.
Diplómatísk krísa virðist því í uppsiglingu milli Svía og Tyrkja en einnig hefur Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrkja ákveðið að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn sinni til Svíþjóðar.
Sjá frétt um þingályktun Ríkisdagsins hér