Offita barna aukið vandamál

Ný rannsókn í Bandaríkjunum sýnir að of feitum börnum fjölgar stöðugt, en 7,3% drengja og 5,5% stúlkna reyndust eiga við mikla offitu að stríða. Það þýðir að meira en hálf milljón börn í Kaliforníu eru með 35 eða hærri BMI þyngdarstuðul.

Dr. Chynna Bantug hóf störf sem barnalæknir í San Jose 1997. Hún segir að stöðugt fleiri börn þjáist af of háum blóðþrýstingi, blóðfitu og sykursýki 2. Hún verði fyrst og fremst vör við þessa sjúkdóma hjá of feitum börnum, allt niður í 10 til 11 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert