Hundruð fórnarlamba sem aflima þurfti í kjölfar jarðskjálftans á Haítí fengu vonarglætu í vikunni þegar sjúkrahús hóf að deila út gervilimum og þjálfa upp þá sem limi þiggja. Eftirspurn eftir gervilimum var afar há fyrir skjálftann vegna aflimana tengda sykursýki, en fór upp úr öllu valdi eftir hann.
Jarðskjálftinn reið yfir fyrir tæpum fjórum mánuðum og vinna við uppbyggingu er í fullum gangi. Mörg hundruð aflimanir voru gerðar dag hvern eftir skjálftann, bæði á fólki sem varð undir húsum en einnig vegna blóðeitrunar sem upp kom þar sem læknishjálp var af skornum skammti fyrstu dagana.