Spænskum flugvöllum lokað

Enn er verið að loka flugvöllum í Evrópu vegna ösku …
Enn er verið að loka flugvöllum í Evrópu vegna ösku frá eldgosinu í Eyjafjallajökli Reuters

Fjórum flugvöllum á Kanaríeyjum hefur verið lokað og þremur flugvöllum á Suður-Spáni vegna ösku frá eldgosinu í Eyjafjallajökli samkvæmt upplýsingum frá spænskum flugmálayfirvöldum.

Báðum flugvöllunum á Tenerife, flugvöllunum í La Palma og La Gomera, var lokað klukkan 3 að íslenskum tíma í nótt. Flugvöllunum í Seville, Jerez og Badajoz var lokað tveimur tímum síðar.

Talsmaður spænskra flugmálayfirvalda sagðist í samtali við AFP fréttastofuna ekki vita hvenær hægt yrði að heimila flug á ný um flugvellina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert