Sjö ára stúlka lét lífið þegar lögreglan í Detroit í Michigan réðist inn í hús í borginni. Lögreglan hefur lýst harmi yfir því sem gerðist.
Aiyana Jones var skotin í lögregluaðgerð sem miðaði að því að handtaka mann sem grunaður var um morð. Sá sem leitað var að er grunaður um að hafa drepið 17 ára pilt á föstudaginn. Unnusta hins látna varð vitni að morðinu.
Ekki er með öllu ljóst hvers vegna Aiyana Jones varð fyrir skoti, en þegar lögreglan réðist inn í íbúðina í þeim tilgangi að handtaka 34 ára gamlan mann sem talið var að væri þar inni þá mætti lögreglan konu og kom til einhverra átaka milli hennar og lögreglumanns sem leiddu til þess að skot lenti í litlu stúlkunni. Hún mun hafa verið sofandi inn í íbúðinni þegar lögreglan lét til skarar skríða.