Handtökutilskipun hefur verið gefin út á hendur Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands. Hann er sakaður um hryðjuverkastarfsemi sem er sögð tengjast mótmælum stjórnarandstæðinga í Bangkok.
Alls létust 80 í mótmælunum, sem stóðu yfir í níu vikur. Þau lömuðu jafnframt hluta borgarinnar. Stór hluti mótmælenda voru stuðningsmenn Thaksins. Taílensk stjórnvöld saka hann um að hafa átt þátt í að skipuleggja mótmælin og hvatt menn til átaka.
Herinn hrifsaði til sín völdin árið 2006 steypti Thaksin af stóli. Hann fór úr landi og hefur dvalið erlendis síðan. Hann var síðar sakfelldur, að sér fjarstöddum,
fyrir spillingu.
Búið er að framlengja næturútgöngubann í Bangkok og 23 héruðum til viðbótar.
Bannið hefur verið í gildi frá því stjórnvöld létu til skarar skríða gegn mótmælendum þann 19. maí sl. Í framhaldinu blossuð átök og voru eldar víðar kveiktir í borginni.
Stjórnvöld segja að bannið verði í gildi næstu fjórar nætur, en það gildir í fjórar klukkustundir eða frá miðnætti til klukkan 4.