Lítill áhugi á njósnurum

00:00
00:00

Rúss­ar hafa sýnt heim­komu tíu landa sinna, sem urðu upp­vís­ir að njósn­um í Banda­ríkj­un­um, frek­ar lít­inn áhuga. Rúss­nesk blöð töldu frétt­ir af spá­dóm­um kol­krabba og páfa­gauks um úr­slita­leik heims­meist­ara­móts­ins í knatt­spyrnu mik­il­væg­ari frétt­ir en fanga­skipti Rússa og Banda­ríkja­manna í gær.

Rúss­nesk­ir rík­is­fjöl­miðlar sögðu frá komu Rúss­anna tíu til Moskvu í gær en sveipuðu frétt­irn­ar ekki í þjóðrækn­is­um­búðir eins og oft er gert. 

Blaðið Kom­so­molskaya Pra­vda fjallaði aðallega um af­drif tveggja dæmdra rúss­neskra njósn­ara, sem voru náðaðir í vik­unni og fengu að fara úr landi í skipt­um fyr­ir Rúss­ana tíu. Heim­koma Rúss­anna fékk hins veg­ar minni at­hygli.

Blaðið Moskovskí Kom­so­molets mat það svo, að þetta væri fjórða mik­il­væg­asta frétt gær­dags­ins en aðal­frétt­in var um fyrr­nefnda dýra­spá­dóma. Eng­ar sjón­varps­stöðvar sýndu beint frá því þegar flug­vél með Rúss­ana tíu lenti á Moskvuflug­velli.

Kom­inn til Eng­lands

Dmitrí bróðir hans sagði við AFP frétta­stof­una, að Sutjag­in væri þar ásamt öðrum Rússa, sem einnig var sleppt úr haldi í gær. Fjór­ir Rúss­ar voru flutt­ir frá Moskvu til Vín­ar­borg­ar í gær þar sem skipt var á þeim og Rúss­un­um tíu, sem komu frá New York.  

Svo virðist, sem flug­vél­in, sem flutti Rúss­ana fjóra frá Vín­ar­borg, hafi komið  við á Brize Nort­on herflug­vell­in­um á Englandi á leiðinni til Banda­ríkj­anna. Að sögn breskra fjöl­miðla urðu Sutjag­in og Ser­gei Skripal, fyrr­um höfuðsmaður í rúss­nesku her­lög­regl­unni, þar eft­ir en Skripal var dæmd­ur í Rússlandi fyr­ir að njósna fyr­ir Bret­land. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert