Modi vill ekki til Íslands

Lalit Modi.
Lalit Modi.

Ind­verj­inn Lalit Modi, fyrr­um fram­kvæmda­stjóri ind­versku úr­vals­deild­ar­inn­ar í krikk­et, mun ekki ætla að sækja um póli­tískt hæli hér á landi.

Þetta kem­ur fram á frétta­vefn­um Cricket Next. Modi hef­ur verið ákærður fyr­ir fjár­mála­m­is­ferli og er nú und­ir rann­sókn. Hann hef­ur neitað að mæta til yf­ir­heyrslna.

Lögmaður Mod­is seg­ir að um sé að ræða sögu­sagn­ir í þeim til­gangi að klekkja á skjól­stæðingi sínuim.

Sögu­sagn­ir hafa verið á kreiki þess efn­is að hann hafi haft hug á að setj­ast að hér á landi, en eig­in­kona hans er sögð góð vin­kona Dor­rit Moussai­ef for­setafrú­ar.

Í ind­verska dag­blaðinu The Times of India kem­ur fram að Modi skrifi í Twitter færsl­um sín­um að  hann hafi eng­an áhuga á því að fara til Íslands.


mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert