Modi vill ekki til Íslands

Lalit Modi.
Lalit Modi.

Indverjinn Lalit Modi, fyrrum framkvæmdastjóri indversku úrvalsdeildarinnar í krikket, mun ekki ætla að sækja um pólitískt hæli hér á landi.

Þetta kemur fram á fréttavefnum Cricket Next. Modi hefur verið ákærður fyrir fjármálamisferli og er nú undir rannsókn. Hann hefur neitað að mæta til yfirheyrslna.

Lögmaður Modis segir að um sé að ræða sögusagnir í þeim tilgangi að klekkja á skjólstæðingi sínuim.

Sögusagnir hafa verið á kreiki þess efnis að hann hafi haft hug á að setjast að hér á landi, en eiginkona hans er sögð góð vinkona Dorrit Moussaief forsetafrúar.

Í indverska dagblaðinu The Times of India kemur fram að Modi skrifi í Twitter færslum sínum að  hann hafi engan áhuga á því að fara til Íslands.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert