Í dag voru ljós tendruð á jólatrénu á Péturstorginu í Róm.
Tréð er ættað frá smábænum Luson, sem er í Norður-Ítalíu en á hverju ári fær eitt Evrópuland þann heiður að skenkja Vatíkaninu jólatré.
Benedikt páfi 16.sagði um tréð að það stæði fyrir bræðralag, vináttu, sameiningu og frið.
Tréð er 34 metrar á hæð og kranabíl þurfti til að hægt væri að skreyta það.
Sú hefð, að skreyta jólatré á Péturstorginu, hófst árið 1982, í páfatíð Jóhannesar Páls annars.