Rafael Correa, forseti Ekvador, tilkynnti fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um nautaat í dag.
Hann hvetur samlanda sína til að taka afstöðu til nautaats, sjálfur er hann andvígur því og kallar það „ofbeldissýningu“.
Dagsetning þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefur ekki verið ákveðin, en kosningin mun tengjast annarri atkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar.
Nautaat er vinsælt í mörgun Mið-Ameríkuríkjum. Stærsti leikvangur heims er í Mexíkó. Katalóníuhérað á norð-vestur Spáni var fyrsta hérað Spánar til að banna nautaat.