Bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords, sem særðist lífshættulega í skotárás í Arisona um helgina, geti nú andað hjálparlaust en er samt enn í lífshættu að sögn lækna.
Giffords fékk byssukúlu í höfuðið. Michael Lemole, heilaskurðlæknirinn sem gerði aðgerð á Giffords eftir árásina, segir að hún geti brugðist við spurningum lækna. Þá geti hún andað sjálf en sé þó áfram í öndunarvél, aðallega til að draga úr líkum á að hún fái lungnabólgu.