Leitarhópur hefur fundið flak Air France farþegaþotu sem fórst í Atlantshafi fyrir tæpum tveimur árum. 228 voru um borð í vélinni.
Rannsakendur í París segja að vélin hafi fundist á síðastliðnum sólarhring, en þeir hafa ekki viljað tjá sig um málið í smáatriðum. Enn er ekki vitað hvers vegna vélið hrapaði í hafið óveðri þann 1. júní 2009.
Flugvélaframleiðandinn Airbus, sem smíðaði vélina, segir að það muni ekki koma í ljós fyrr en búið verði að finna flugritann og rannsaka hann.
Leitin hófst í síðasta mánuði og er þetta í fjórða sinn sem leitað er að vélinni. Hún var að fljúga frá Rio de Janeiro í Brasilíu til Parísar þegar hún fórst.
Flugvélaframleiðandinn Airbus, sem smíðaði vélina, og Air France fjármögnuðu leitina. Kafað var á 4.000 metra dýpi og voru m.a. sérstök leitarvélmenni notuð, en þau rannsökuðu hafsbotninn á milli Brasilíu og Vestur-Afríku.
Nýverið gaf franskur dómari út ákæru til bráðabirgða á hendur Air France, sem er sakað um manndráp.