Vélarvana skemmtiferðaskip

Skemmtiferðaskipið Opera.
Skemmtiferðaskipið Opera.

Skemmtiferðaskip með um 2000 manns innanborðs er vélarvana á Eystrasalti skammt frá sænsku eyjunni Gotlandi. Allt rafmagn fór af skipinu í morgun og þá er ekki hægt að keyra vélar þess.

Skipið, sem heitir MSC Opera og er gert út af svissnesk-ítalska fyrirtækinu MSC Cruises. Fyrirtækið segir, að skipið verði dregið til Nynäshamn, nálægt Stokkhólmi í nótt og þaðan verði um 1800 farþegar þess fluttir heim. Þeim verður boðin önnur sigling á vegum félagsins.

Opera fór frá Southamton á Englandi 7. maí í 10 daga siglingu með viðkomu í Stokkhólmi, Helsinki, St. Pétursborg og Kaupmannahöfn. Flestir farþegarnir eru Evrópubúar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert