Segir engar myndir vera til

Karl Gústaf Svíakonungur, t.h., og blaðafulltrúi hans, Bertel Ternert, ræða …
Karl Gústaf Svíakonungur, t.h., og blaðafulltrúi hans, Bertel Ternert, ræða við fréttamenn sænsku fréttastofunnar TT í dag. Reuters

Karl Gúst­af Sví­a­kon­ung­ur hafn­ar því al­farið í sam­töl­um við fjöl­miðla í dag að til séu vafa­sam­ar mynd­ir af hon­um á nekt­ar­búll­um í sam­tali við TT frétta­stof­una í dag. hann sagði að öðru leyti erfitt að tjá sig um eitt­hvað sem hann hefði aldrei séð og sem eng­inn ann­ar hefði held­ur séð.

Und­an­farið hef­ur hvert hneykslið á fæt­ur öðru komið upp í tengsl­um við Karl Gúst­af og sam­hliða því hef­ur þeim Sví­um fjölgað hratt sem vilja að hann segi af sér sem kon­ung­ur og hleypi dótt­ur sinni að, Vikt­oríu krón­prins­essu.

Sjón­varps­stöðin TV4 sagði ný­verið frá því að frétta­menn henn­ar hefðu séð mynd­ir af kon­ung­in­um á nekt­ar­búllu og að á einni mynd­inni af hon­um hefðu tvær kon­ur verið að stunda kyn­líf. Karl Gúst­af neit­ar engu að síður að slík­ar mynd­ir geti verið til.

Í síðustu viku viður­kenndi ná­inn vin­ur Karls Gúst­afs, And­ers Lett­ström, að hafa reynt að kaupa vafa­sam­ar mynd­ir af hon­um af Mille Mar­kovic, þekkt­um glæpa­manni í Svíþjóð til þess að reyna að hindra að þær yrðu gerðar op­in­ber­ar .

Aðspurður sagðist Karl Gúst­af ekki vita hvað Lett­ström hafi gengið til. Hann gæti ekki svarað fyr­ir gerðir hans og hefði ekki talað við hann ný­lega. Þver­tók hann fyr­ir að hafa fengið Lett­ström til verks­ins.

Sænsku konungshjónin, Karl Gústaf og Silvía.
Sænsku kon­ungs­hjón­in, Karl Gúst­af og Sil­vía.
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert