Segir engar myndir vera til

Karl Gústaf Svíakonungur, t.h., og blaðafulltrúi hans, Bertel Ternert, ræða …
Karl Gústaf Svíakonungur, t.h., og blaðafulltrúi hans, Bertel Ternert, ræða við fréttamenn sænsku fréttastofunnar TT í dag. Reuters

Karl Gústaf Svíakonungur hafnar því alfarið í samtölum við fjölmiðla í dag að til séu vafasamar myndir af honum á nektarbúllum í samtali við TT fréttastofuna í dag. hann sagði að öðru leyti erfitt að tjá sig um eitthvað sem hann hefði aldrei séð og sem enginn annar hefði heldur séð.

Undanfarið hefur hvert hneykslið á fætur öðru komið upp í tengslum við Karl Gústaf og samhliða því hefur þeim Svíum fjölgað hratt sem vilja að hann segi af sér sem konungur og hleypi dóttur sinni að, Viktoríu krónprinsessu.

Sjónvarpsstöðin TV4 sagði nýverið frá því að fréttamenn hennar hefðu séð myndir af konunginum á nektarbúllu og að á einni myndinni af honum hefðu tvær konur verið að stunda kynlíf. Karl Gústaf neitar engu að síður að slíkar myndir geti verið til.

Í síðustu viku viðurkenndi náinn vinur Karls Gústafs, Anders Lettström, að hafa reynt að kaupa vafasamar myndir af honum af Mille Markovic, þekktum glæpamanni í Svíþjóð til þess að reyna að hindra að þær yrðu gerðar opinberar .

Aðspurður sagðist Karl Gústaf ekki vita hvað Lettström hafi gengið til. Hann gæti ekki svarað fyrir gerðir hans og hefði ekki talað við hann nýlega. Þvertók hann fyrir að hafa fengið Lettström til verksins.

Sænsku konungshjónin, Karl Gústaf og Silvía.
Sænsku konungshjónin, Karl Gústaf og Silvía.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert