Öld liðin frá smíði Titanic

Titanic leggur upp í jómfrúrferðina.
Titanic leggur upp í jómfrúrferðina. AP

Þess var minnst í Belfast á Norður-Írlandi í morgun að 100 ár eru liðin frá því að smíð risaskipsins Titanic  lauk í skipasmíðastöð þar í borg.

Skipið rann niður braut  Harland and Wolff skipasmíðastöðvarinnar klukkan 11:13 fyrir hádegi þann 31. maí 1911, tæpu ári áður en það sökk þann 14. apríl 1912.

Meðal þeirra sem minntust þessa var borgarstjóri Belfast borgar, en halda á minningarathöfn í dag um þá sem fórust með skipinu.

Í tilefni þessa verður opnuð sýning á 500 munum sem tengjast Titanic og hafa sumir þeirra aldrei áður komið fyrir almenningssjónir.

Síðasti eftirlifandi farþeginn af skipinu, Millvina Dean, lést fyrir nákvæmlega tveimur árum síðan, þá 97 ára að aldri. Hún var einungis níu vikna gömul þegar skipið sökk.

Titanic var stærsta farþegaskip heims þegar það var sjósett 31. maí 1911. Allt frá því skipið fórst hafa menn skipst á skoðunum um örlög þess og hvort hægt hefði verið að forða slysinu. Á seinni árum hafa menn beint sjónum sínum að hönnun skipsins og veikleikum varðandi byggingu þess. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert