Breskir íþróttamenn beri ESB-fánann

Fánar Evrópusambandsins blakta fyrir utan höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar sambandsins í Brussel.
Fánar Evrópusambandsins blakta fyrir utan höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar sambandsins í Brussel. AP

Evrópuþingið mun í dag ræða tillögu þess efnis að öll íþróttalandslið ríkja Evrópusambandsins skuli bera fána sambandsins á búningum sínum. Meðal annars á Olympíuleikum. Þá er einnig gert ráð fyrir að fánanum skuli flaggað á öllum stærri íþróttaviðburðum innan ESB.

Fjallað er um þetta í breska dagblaðinu Daily Express í dag. Fram kemur að búist sé við því að Evrópuþingið leggi blessun sína yfir tillöguna og að hún fari því næst til framkvæmdastjórnar ESB sem muni í framhaldinu láta semja lagafrumvarp um málið.

Tillagan er byggð á nýjum heimildum ESB samkvæmt Lissabon-sáttmálanum, grunnlöggjöf sambandsins, til þess að hafa áhrif á vettvangi íþróttamála innan sambandsins að því er segir í fréttinni. Í tillögunni segir að samkvæmt henni sé lagt til „að fána Evrópufánanum skuli vera flaggað á stærri íþróttaatburðum sem fram fara á landssvæði ESB og að hann sé sjáanlegur á fatnaði íþróttamanna frá aðildarríkjunum.“

Enn er þó alls óvíst hvort tillagan nær endanlega fram að ganga en fram kemur í frétt Daily Express að bresk stjórnvöld hafi gefið til kynna að þau muni leggjast gegn henni.

Frétt Daily Express

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka