Óeirðaseggir handteknir í London

Lögreglan í Lundúnum hefur haldið áfram að ráðast inni í íbúðir í dag, með það að markmiði að grípa óeirðaseggi. Lögreglan notast við vísbendingar sem hún hefur safnaði í kjölfar óeirðanna í síðustu viku. Fimm létust í óeirðunum.

Lögreglan hefur nú handtekið 1.401 í tengslum við ofbeldi og rán í kringum London. Nú þegar hafa 808 einstaklingar verið kærðir.

Flestir óeirðaseggirnir eru atvinnulausir ungir karlmenn, en fólk úr öllum stéttum samfélagsins er grunað um að taka þátt óeirðunum. Þar á meðal dóttir milljónamærings, fólk sem starfar í góðgerðarstörfum og nemendur í fjölmiðlafræði. 

Óeirðirnar í Lundúnum  hófust eftir að lögreglan skaut hörundsdökkan mann til bana og neitaði í kjölfarið að upplýsa fjölskyldu hans um atvikið. Eftir það hófust miklar óeirðir í höfuðborginni og víðsvegar um Bretland.

Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, sem segir óeirðirnar byggðar á glæpsamlegum hvötum, hefur sagt fyrstu viðbrögð lögreglu  ófullnægjandi.

Athugasemdir hans vöktu hörð viðbrögð lögreglunnar sem hefur staðið frammi fyrir miklum niðurskurði undandfarið. En ríkisstjórnin reynir nú að draga úr skuldum sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert