Kaupa ódýrt og leigja svo út

Óseld eign í Kaliforníu skömmu eftir fjármálahrunið.
Óseld eign í Kaliforníu skömmu eftir fjármálahrunið. Reuters

Ágæt eft­ir­spurn er eft­ir ódýr­um fast­eign­um í Banda­ríkj­un­um og er skýr­ing­in sú að fjár­fest­ar eru ým­ist að kaupa þær til að leigja út eða til að ná fram hagnaði með end­ur­bót­um og end­ur­sölu þegar bet­ur árar.

Blaðakon­an Di­ana Olick fjall­ar um banda­ríska fast­eigna­markaðinn á vef CNBC og kemst þar að þeirri niður­stöðu að minnk­andi eft­ir­spurn eft­ir eign­um sem kosta yfir hálfa millj­ón doll­ara sé áhyggju­efni.

Nefn­ir hún sem dæmi að fólk á sex­tugs- og sjö­tugs­aldri geti ekki selt stór­ar eign­ir í út­hverf­um borg­anna og flutt sig yfir í minni eign­ir. Slæmt sé fyr­ir fast­eigna­markaðinn að hringrás­in sé stífluð enda þýði það ekki annað en lækk­andi fast­eigna­verð.

Hún bend­ir á að um­sókn­um um fast­eignalán fari fækk­andi í Banda­ríkj­un­um og að sam­drátt­ur­inn hafi numið 5,7% í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka