Kaupa ódýrt og leigja svo út

Óseld eign í Kaliforníu skömmu eftir fjármálahrunið.
Óseld eign í Kaliforníu skömmu eftir fjármálahrunið. Reuters

Ágæt eftirspurn er eftir ódýrum fasteignum í Bandaríkjunum og er skýringin sú að fjárfestar eru ýmist að kaupa þær til að leigja út eða til að ná fram hagnaði með endurbótum og endursölu þegar betur árar.

Blaðakonan Diana Olick fjallar um bandaríska fasteignamarkaðinn á vef CNBC og kemst þar að þeirri niðurstöðu að minnkandi eftirspurn eftir eignum sem kosta yfir hálfa milljón dollara sé áhyggjuefni.

Nefnir hún sem dæmi að fólk á sextugs- og sjötugsaldri geti ekki selt stórar eignir í úthverfum borganna og flutt sig yfir í minni eignir. Slæmt sé fyrir fasteignamarkaðinn að hringrásin sé stífluð enda þýði það ekki annað en lækkandi fasteignaverð.

Hún bendir á að umsóknum um fasteignalán fari fækkandi í Bandaríkjunum og að samdrátturinn hafi numið 5,7% í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert