Stálu hálsmeni sem var í Titanic

Hálsmenið sem stolið var.
Hálsmenið sem stolið var.

Dýrmætu og sjaldgæfu hálsmeni var stolið af sýningu í Tívolí í Kaupmannahöfn um helgina. Kona sem var um borð í farþegaskipinu Titanic var með hálsmenið þegar skipið fórst árið 1912.

Hálsmenið er metið á um 14 þúsund evrur eða um 2,3 milljónir króna. Menið var á Titanic-sýningu sem hefur verið sett upp víða um heim. Um 50 þúsund manns hafa séð sýninguna í Kaupmannahöfn. Lögreglan er að rannsaka málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert