KB-hallen verður ekki bjargað

KB-hallen.
KB-hallen.

Slökkviliðið í Kaupmannahöfn segir ljóst, að ekki sé hægt að bjarga íþrótta- og tónleikahúsinu KB-hallen á Frederiksberg en eldur kviknaði í húsinu í nótt. Hefur verð ákveðið að reyna ekki frekar að slökkva eldinn í húsinu og bíða þar til hann deyr út af sjálfu sér.

Talið er að eldurinn hafi kviknað í anddyri byggingarinnar en það er brunnið til grunna. Eldur logar enn glatt inni í byggingunni sjálfri. 

Árleg kynlífssýning átti að hefjast í byggingunni í dag og því dvöldu um 20 manns í KB-hallen í nótt. Þá sváfu nokkrir í hjólhýsum utan við bygginguna. Einn var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun.

KB-hallen var tekin í notkun árið 1938 og var þá stærsta íþróttahöll í einkaeigu. Þar hafa verið haldnir margir sögufrægir tónleikar og hafa meðal annars Bítlarnir og Louis Armstrong komið þar fram. Nýlega var húsið gert upp en ytra byrði þess var friðað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert