Sat saklaus í fangelsi í 25 ár

Maðurinn hafði setið saklaus í fangelsi í nærri 25 ár.
Maðurinn hafði setið saklaus í fangelsi í nærri 25 ár.

Áfrýjunardómstóll í Texas í Bandaríkjunum hefur hreinsað fyrrum verslunarstjóra af öllum sakargiftum. Hann var ranglega dæmdur fyrir að hafa barið konu sína til bana og sat í nærri aldarfjórðung á bakvið lás og slá.

Michael Morton var sleppt úr fangelsi í síðustu viku. Þá hafði DNA-rannsókn, sem ekki var kostur á þegar réttað var yfir honum árið 1987, sýnt að morðingi Christine konu hans og annarrar konu ári síðar var þekktur afbrotamaður.

Áfrýjunardómstóllinn staðfesti í dag að rétt hefði verið að leysa Morton úr haldi og lýsti hann saklausan af öllum ákærum.

Yfirvöld hafa ekki gefið upp nafn mannsins sem grunaður er um að hafa myrt konurnar tvær. Þau hafa þó upplýst að sá grunaði hafi brotið af sér í mörgum ríkjum Bandaríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert