Þingmenn þriggja stóru stjórnmálaflokkana í Bretlandi hafa fengið boð um að kjósa gegn tillögu þar sem krafist er þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að Evrópusambandinu.
David Nuttall, þingmaður Íhaldsflokksins lagði fram tillögu, með sextíu þingmanna flokksins, þar sem lagt er til að haldin verði þjóðarkvæðagreiðsla í maí 2013 um aðild Breta að ESB. Kjósendum verði þar boðnir þrír valkostir: Óbreytt ástand, að yfirgefa ESB eða endurskoða þá skilmála sem fylgja aðild Breta að sambandinu.
Fréttaskýrandi BBC segir að ríkisstjórnin hafi reynt að koma að málamiðlunartillögu við þingmenn sem séu fullir efasemda um aðild að ESB. Málamiðlunin feli í sér að ríkisstjórnin skuldbindi sig til að koma með tillögur að endurskoðun á skilmálum um aðild að ESB. Hefur breytingatillögunni verið hafnað af þingmönnunum, sem vilja að orðið þjóðaratkvæðagreiðsla haldi sér.
Þó ríkisstjórnin verði ekki bundin af því niðurstöðu atkvæðagreiðslu, þykir tillagan til þess fallin að valda forystu Íhaldsflokksins erfiðleikum.
Ræða átti tillögu Nuttall í dag en umræðum hefur verið frestað fram á mánudag svo forsætisráðherrann, David Cameron og utanríkisráðherra, William Hague geti verið viðstaddur.
Sjá frétt BBC