Grikkir kjósa um aðild að evrusvæðinu

George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands.
George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands. Reuters

Greitt verður atkvæði um það hvort Grikkir verði innan evrusvæðisins eða utan í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem George Papandreou, forsætisráherra landsins, boðaði til í vikunni. Þetta staðhæfir breska blaðið Financial Times.

Í blaðinu segir að heimildarmenn innan stjórnkerfisins segi að gríska þjóðin muni ekki greiða atkvæði um björgunarpakka Evrópusambandsins heldur verði  atkvæðagreiðslan um hvort Grikkir skuli áfram vera meðal evruríkjanna.

Gert er ráð fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram um miðjan desember. Hins vegar fer hún aðeins fram verði vantrauststillaga á stjórnina, sem kosið verður um á föstudag, felld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert