Löng leið að bata á evru-svæðinu

Angela Merkel kanslari Þýskalands á fundi G20 ríkjanna í Cannes …
Angela Merkel kanslari Þýskalands á fundi G20 ríkjanna í Cannes í gær Reuters

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að það muni taka áratug að hreinsa til í fjármálum Evrópu og að koma álfunni út úr skuldakreppunni.

Það að ná tökum á skuldakreppunni verður erfitt og ekki gert nema skref fyrir skref segir Merkel. Til þess að þetta takist vera öll evru-ríkin að binda í lög hversu miklar skuldir ríkjanna mega vera, skrifar Merkel á vef sinn í morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert