Afríkuríki standi vörð um réttindi samkynhneigðra

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Reuters

Ban Ki-moon, fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu Þjóðanna, hvatti í dag leiðtoga Afr­íku­ríkja til þess að virða mann­rétt­indi sam­kyn­hneigðra.

„Allt of lengi hafa mörg ríki horft fram­hjá eða jafn­vel leyft mis­mun­un byggða á kyn­hneigð og kyn­vit­und,“ sagði Ban í ræðu sinni á fundi Afr­íkuráðsins í dag og bætti við: „Þessi mis­mun­un hef­ur gert það að verk­um að rík­is­stjórn­ir fara með fólk eins og um sé að ræða ann­ars flokks þegna eða jafn­vel glæpa­menn.“

Sam­kyn­hneigð er ennþá ólög­leg í mörg­um ríkj­um Afr­íku. Gagn­rýni er­lendra aðila á frels­is­höml­ur sem sett­ar hafa verið á sam­kyn­hneigða hef­ur hingað vakið hörð viðbrögð margra afr­ískra þjóðarleiðtoga sem bregðast ill­ir við og segja sam­kyn­hneigð ekki eiga heima í þjóðar­menn­ingu þeirra.

Verst er ástandið í Úganda, en þar er sam­kyn­hneigð ólög­leg. Ný­lega var lagt fram frum­varp á lög­gjaf­arþingi lands­ins þess efn­is að heim­ilt verði að dæma þá sem brjóta bannið gegn sam­kyn­hneigð til dauða. Ef frum­varpið verður að lög­um verður dóm­stól­um heim­ilt að dæma fólk til dauða í annað skiptið sem upp kemst að það hafi stundað kyn­líf með ein­stak­ling af sama kyni og sömu­leiðis í þeim til­fell­um þar sem ann­ar aðil­inn er und­ir lögaldri eða smitaður af HIV-veirunni.

Mann­rétt­inda­sam­tök kenna evangelísk­um prest­um um aukið hat­ur í garð sam­kyn­hneigðra í Úganda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert